Segja Markús ekki hafa farið að reglum

Markús Sigurbjörnsson ásamt þáverandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni, við embættistöku …
Markús Sigurbjörnsson ásamt þáverandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni, við embættistöku hans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari og fyrrverandi forseti Hæstaréttar, átti hlutabréf fyrir tugi milljóna í Glitni banka á árunum fyrir hrun. Bréfin seldi hann með miklum hagnaði árið 2007. Þetta er fullyrt á vef RÚV, þar sem sagt er að fjallað verði nánar um málið í Kastljósi í kvöld.

Segir þar einnig að engin gögn finnist hjá sérstakri nefnd um dómarastörf um sölu Markúsar á hlutabréfunum árið 2007, fyrir 44 milljónir króna. Þó beri dómurum að fá heimildir nefndarinnar fyrir eign hlutabréfa að virði meira en þremur milljónum króna.

Í samtali við Kastljós segir formaður nefndarinnar, Hjördís Hákonardóttir, að nefndin reikni einfaldlega með því að dómarar tilkynni um sínar eignir, réttilega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka