Telur sig ekki hafa verið vanhæfan

Markús Sigurbjörnsson ásamt þáverandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni.
Markús Sigurbjörnsson ásamt þáverandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, telur að sér hafi ekki verið skylt að tilkynna nefnd um dómaarastörf um eignir sínar í sjóðum Glitnis banka fyrir fall viðskiptabankanna þriggja. Þá telur hann sig ekki hafa verið vanhæfan til þess að dæma í málum starfsmanna bankans eftir fall hans vegna þessarar eignar sinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld.

Frétt mbl.is: Segja Markús ekki hafa farið að reglum

Haft var einnig eftir Markúsi í fréttum Ríkisútvarpsins að hann hefði tilkynnt nefndinni um hlutabréfaeign sína í Glitni og óskað eftir heimild fyrir henni árið 2002 þegar hann hafi fengið bréfin í arf. Þetta segir Markús að sjáist á bréfum sem hann hafi sent formönnum nefndarinnar á hverjum tíma. Eins hafi hann tilkynnt um það þegar hann hafi selt bréfin árið 2007.

Varðandi eignir í sjóðum Glitnis upp á nokkra tugi milljóna segir hann að sér ekki hafa verið skylt að tilkynna nefndinni um þær sem fyrr segir. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins að lítið skipulag virðist hafa verið á skráningu slíkra tilkynninga hjá nefndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert