Vilja að MAST upplýsi um framleiðslufrávik

Samtök verslunar og þjónustu telja MAST hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni …
Samtök verslunar og þjónustu telja MAST hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni og gagnrýna að neytendur og verslanir fái ekki að vita um framleiðslufrávik hjá íslenskum matvælaframleiðendum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu og Neyt­enda­sam­tök­in gagn­rýna mat­væla­eft­ir­lit Mat­væla­stofn­unn­ar (MAST) og fara fram á að stofn­un­in upp­lýsi um al­var­leg frá­vik sem komið hafa upp í eft­ir­lits­starf­semi stofn­un­ar­inn­ar með ís­lensk­um mat­væla­fram­leiðend­um.

Í frétta­til­kynn­ingu frá SVÞ og Neyt­enda­sam­tök­un­um seg­ir að frétta­flutn­ing­ur af eft­ir­liti MAST með Brúneggj­um sýni að MAST hafi brugðist al­farið eft­ir­lits­hlut­verk sínu. „Þrátt fyr­ir að starf­sem­in hafi verið til skoðunar hjá MAST í tæp tíu ár og aðfinnsl­ur hafi verið gerðar við þá starf­semi var hvorki versl­un né neyt­end­um veitt­ar upp­lýs­ing­ar um þá mein­bugi sem nú hafa komið í ljós,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Með þögn sinni um málið hafi MAST vegið al­var­lega að hags­mun­um versl­ana og neyt­enda, „sem í skjóli nú­ver­andi fyr­ir­komu­lags treysta á fag­lega starf­semi þeirra aðila sem lög­um sam­kvæmt hef­ur verið falið eft­ir­lit með mat­væla­fram­leiðslu. Á meðan eng­ar at­huga­semd­ir ber­ast frá eft­ir­litsaðila um til­tekna starf­semi eru versl­un og neyt­end­ur því í góðri trú um að þau mat­væli stand­ist all­ar þær kröf­ur sem gerðar eru til henn­ar.“

Um­fjöll­un­in hafi vakið upp áleitn­ar spurn­ing­ar um mat­væla­eft­ir­lit MAST og það traust sem eigi að ríkja um eft­ir­lits­starf­semi stofn­un­ar­inn­ar. Enn frem­ur sé gagn­rýn­is­vert að hag­mun­ir neyt­enda og versl­ana hafi vikið fyr­ir hags­mun­um inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu.

Þetta valdi trúnaðarbresti, ekki hvað síst þar sem MAST hafi heim­ilað af­hend­ingu á mat­væl­um til versl­ana og neyt­enda þrátt fyr­ir að búa yfir upp­lýs­ing­um um marg­vís­leg brot gegn lög­gjöf um mat­væli og aðbúnað dýra.

„Í ljósi þessa hafa Neyt­enda­sam­tök­in og SVÞ – Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu sent sam­eig­in­legt er­indi á MAST þar sem óskað er upp­lýs­inga frá stofn­un­inni um öll al­var­leg frá­vik í inn­lendri eft­ir­lits­skyldri mat­væla­fram­leiðslu sem hún hef­ur gert at­huga­semd­ir við í eft­ir­lits­störf­um sín­um. Er óskað eft­ir upp­lýs­ing­um aft­ur til 1. janú­ar 2008,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert