4 hæstaréttardómarar töpuðu á Glitni

Dómararnir eru allir sagðir hafa setið og dæmt í málum …
Dómararnir eru allir sagðir hafa setið og dæmt í málum sem varði hagsmuni Glitnis beint, eða óbeint, fyrir og eftir hrun. mbl.is/Árni Sæberg

Fjór­ir hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar áttu sam­an­lagt 487 þúsund hluti í Glitni á ár­un­um 2007-2008  að því er fram kem­ur í Frétta­blaðinu í morg­un og bygg­ir á gögn­um frá slita­stjórn Glitn­is sem blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

Þetta eru þau Ei­rík­ur Tóm­as­son, Ing­veld­ur Ein­ars­dótt­ir og Árni Kol­beins­son (sem látið hef­ur af störf­um). Í blaðinu kem­ur fram að virði þess­ara hluta hafi farið í 15 millj­ón­ir króna, er það var hvað hæst í júlí 2007. Áður hef­ur komið fram í Kast­ljósi að Ólaf­ur Börk­ur Þor­valds­son hafi átt bréf í Glitni í fimm mánuði árið 2007 fyr­ir um 14 millj­ón­ir króna.

Frétt mbl.is: Tel­ur sig ekki hafa verið van­hæf­an

Dóm­ar­arn­ir eru all­ir sagðir hafa setið og dæmt í mál­um sem varði hags­muni Glitn­is beint, eða óbeint, fyr­ir og eft­ir hrun.

Hluta­bréf dóm­ar­anna fjög­urra í bank­an­um urðu öll verðlaus þegar Glitn­ir féll haustið 2008 og fjár­hags­legt tjón þeirra því þó nokkuð. Tjón Markús­ar Sig­ur­björns­son­ar er þó sagt hafa verið minna en annarra dóm­ara, þar sem hann hafði selt alla hluti sína í bank­an­um í snemma árs 2007 fyr­ir um 44,6 millj­ón­ir króna, líkt og fram kom í Kast­ljósi í gær.

Markús er síðan sagður hafa farið með sölu­hagnaðinn og nokk­urt fé til viðbót­ar, alls 60 millj­ón­ir króna, í eign­a­stýr­ingu hjá Glitni. Frétta­blaðið seg­ir gögn sem það hef­ur und­ir hönd­um sýna að Markús hafi síðan tekið um 15 millj­ón­ir út af pen­inga­markaðssjóðum sín­um ör­fá­um dög­um fyr­ir hrun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert