Garðabær setur 50 milljónir aukalega í skólana

Glens og gaman hjá unga fólkinu í Garðabæ.
Glens og gaman hjá unga fólkinu í Garðabæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimmtíu milljónir verða lagðar aukalega í grunnskóla Garðabæjar samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins sem var samþykkt á fimmtudaginn.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að eftir sé að skoða með hvaða hætti milljónirnar fimmtíu verði settar inn í skólastarfið. Það verði rætt bráðlega í skólanefnd og í kjölfarið stofnaður starfshópur þar sem nánari útfærsla á úthlutun fjármagnsins verði ákveðin.

Spurður í Morgunblaðinu í dag hvort upphæðin sé hugsuð sem eingreiðsla til kennara Garðabæjar segir Gunnar það ekki vera. Gunnar tekur fyrir það að þessi upphæð sé til að friða kennara vegna óánægju með kjörin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert