Andlát: Loftur Guttormsson

Loftur Guttormsson.
Loftur Guttormsson.

Loft­ur Gutt­orms­son, pró­fess­or emer­it­us, lést sunnu­dag­inn 4. des­em­ber á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans eft­ir að hafa greinst með krabba­mein á liðnu sumri.

Hann var á 79. ald­ursári, fædd­ur 5. apríl 1938 á Hall­ormsstað í Skóg­um, son­ur Gutt­orms Páls­son­ar skóg­ar­varðar þar og síðari konu hans, Guðrún­ar Mar­grét­ar Páls­dótt­ur frá Þykkvabæ í Land­broti.

Loft­ur varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1957, stundaði síðan nám í sagn­fræði og fé­lags­fræði í Frakklandi og út­skrifaðist frá Sor­bonne-há­skóla í Par­ís 1964. Hann tók doktors­próf í sagn­fræði frá Há­skóla Íslands 1990. Loft­ur hóf störf við Kenn­ara­skól­ann 1967 og kenndi við Kenn­ara­há­skóla Íslands frá stofn­un hans, sem pró­fess­or frá 1991, en lét af föstu starfi 2008. Um fimm ára skeið var hann pró­fess­or í sagn­fræði við Há­skóla Íslands.

Loft­ur tók mik­inn þátt í fé­lags­störf­um, var m.a. í starfs­hópi mennta­málaráðuneyt­is­ins um sam­fé­lags­fræði 1972–1984, formaður stjórn­ar Sagn­fræðinga­fé­lags­ins um skeið og for­seti Sögu­fé­lags­ins 2001–2005. Hann stundaði víðtæk­ar rann­sókn­ir í fé­lags- og sam­fé­lags­fræði og eft­ir hann ligg­ur fjöldi rit­gerða um þau efni. Loft­ur er jafn­framt höf­und­ur margra bóka, m.a. Frá siðaskipt­um til upp­lýs­ing­ar, í ritröð Alþing­is um kristni á Íslandi. Rit hans, Bernska, ung­dóm­ur og upp­eldi á ein­veldis­öld, sem út kom 1983, þykir klass­ískt verk og er vænt­an­legt í enskri þýðingu inn­an skamms.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Lofts er Hanna Krist­ín Stef­áns­dótt­ir, fv. deild­ar­stjóri. Eignuðust þau þrjú börn, Hrafn, Arn­ald og Hönnu, sem öll eru á lífi.

Útför Lofts verður frá Hall­gríms­kirkju fimmtu­dag­inn 15. des­em­ber næst­kom­andi kl. 15.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert