Engar frekari samningaviðræður í kortunum

Íslensk stjórnvöld sætta sig ekki við neitt annað en að …
Íslensk stjórnvöld sætta sig ekki við neitt annað en að einkaleyfi á orðmerkinu „Iceland“ verði afnumið. mbl

Fundur fulltrúa Iceland Food með lögfræðingum utanríkisráðuneytisins sl. föstudag  um einkaleyfi keðjunnar á orðmerkinu „Iceland“ var haldin að ósk Iceland Foods, ekki ráðuneytisins. Þetta segir í skriflegum svörum frá Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn mbl.is.

Lilja segir íslensk stjórnvöld ekki sjá fyrir sér neinar samningaviðræður við breska fyrirtækið, nema það ljái máls á því að afsala sér einkaréttinum með formlegum hætti.

„Okkar krafa í málinu er skýr; að einkaleyfi á orðmerkinu „Iceland“ verði ógilt og íslenskir aðilar fái að nota heiti Íslands við skráningu og markaðssetningu á sínum vörum, segir í svörum ráðherra.


„Hér er um grundvallaratriði að ræða og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en einkaréttinum verður aflétt. Við munum leita allra nauðsynlegra leiða til þess.“

Lilja segir næstu skref í málinu vera að fylgja því eftir hjá viðeigandi stofnunum. „Málið er hér með komið í formlegan farveg.“

Það sé með öllu óviðunandi að einkaaðili geti haft einkarétt innan Evrópusambandsins á heiti þjóðríkis og í raun sé ótrúlegt að slíkt geti gerst. Krafan um að Íslendingar fái að kenna sig við upprunalandið sé ófravíkjanleg. Það eigi við um allar þjóðir og jafnt um einstaklinga, fyrirtæki, vörur eða þjónustu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, segir ekki stefnt á frekari samningafundi …
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, segir ekki stefnt á frekari samningafundi með Iceland-keðjunni. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert