Gögnin ekki frá slitabúinu

Steinunn Guðbjartsdóttir, fyrrverandi formaður slitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir, fyrrverandi formaður slitastjórnar Glitnis. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stein­unn Guðbjarts­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður slita­stjórn­ar Glitn­is, seg­ir að upp­lýs­ing­ar um verðbréfaviðskipti Hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem fjallað var um í gær séu ekki frá slita­stjórn­inni kom­in. Í um­fjöll­un um viðskipt­in á Stöð 2 kom fram að stuðst væri við gögn frá slita­stjórn­inni sem Stöð 2 hefði und­ir hönd­um.

„Ég kann­ast ekki við að þess­ar upp­lýs­ing­ar hafi komið inn á borð hjá okk­ur. Þetta eru ekki gögn sem hafa komið frá okk­ur eða hafi verið til ein­hverr­ar skoðunar eða slíkt í þann tíma sem slitameðferð bús­ins stóð yfir,“ seg­ir Stein­unn í sam­tali við mbl.is.

Upp­fært kl 15:13:

Hjá Eddu Her­manns­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Íslands­banka, feng­ust þau svör að bank­inn væri að skoða málið að svo stöddu.

„Við höf­um enga ástæðu til að ætla að gögn­in komi frá okk­ur. Bank­inn er ekki eini aðil­inn sem hef­ur haft þessi gögn.“ Spurð hvort bank­inn muni ráðast í innri rann­sókn seg­ir hún að málið sé á fyrstu stig­um og það verði skoðað nán­ar síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka