Skapa tortryggni um störf dómara

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Þórður

Óhjá­kvæmi­legt er að álykta að gögn um hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem Kast­ljós og Frétta­blaðið hafa fjallað um komi frá Glitni. Þeir sem hafi lekið upp­lýs­ing­un­um vilja hafa áhrif á störf dóm­ara og skapa tor­tryggni um störf þeirra, að sögn Skúla Magnús­son­ar, for­manns Dóm­ara­fé­lags Íslands.

Kast­ljós sagði í gær­kvöldi frá hluta­bréfa­eign Markús­ar Sig­ur­björns­son­ar, hæsta­rétt­ar­dóm­ara og fyrr­ver­andi for­manns Hæsta­rétt­ar, og fleiri dóm­ara. Þar kom einnig fram að eng­in gögn fynd­ust hjá nefnd um störf dóm­ara um að þeir hefðu til­kynnt um hluta­bréfa­eign sína eins og lög kveða á um. Á forsíðu Frétta­blaðsins í dag er svo full­yrt að fjór­ir dóm­ar­ar við Hæsta­rétt hafi tapað fé við fall Glitn­is.

Frétt Mbl.is: Segja Markús ekki hafa farið að regl­um

Skúli seg­ir að forsíða Frétta­blaðsins í dag þar sem af­rit af öku­skír­teini Markús­ar sé meðal ann­ars birt sé vitn­is­b­urður um upp­lýs­ingaleka. Þeir sem standi að lek­an­um hljóti að ætla sér eitt­hvað meira með hann og vænt­an­lega að hafa áhrif á meðferð mála.

„Vænt­an­lega ein­hver mál sem tengj­ast Glitni. Þetta eru upp­lýs­ing­ar sem stafa frá Glitni. Ég held að sú álykt­un sé því miður óhjá­kvæmi­leg að þeir sem standa að þess­um upp­lýs­ingaleka vilji hafa ein­hvers kona áhrif á störf dóm­stóla eða þá að skapa tor­tryggni um þeirra störf,“ seg­ir Skúli.

Sök­in frek­ar nefnd­ar um störf dóm­ara

Miðað við þá um­fjöll­un sem farið hef­ur fram tel­ur Skúli ekki fylli­lega ljóst hvort að viðkom­andi dóm­ar­ar hafi van­rækt skyldu sína til þess að til­kynna um eign­ar­hluti sína í fyr­ir­tækj­um. Þannig hafi Kast­ljós birt bréf eins dóm­ara þar sem hann til­kynnti nefnd um störf dóm­ara um hluta­bréf sem hann hafði fengið í arf og um sölu á þeim.

„Það virðist vera að þess­ir dóm­ar­ar hafi til­kynnt um eign­ar­hluti sína and­stætt því sem haldið var fram. Sök­in er þá frek­ar hjá nefnd um störf dóm­ara sem hef­ur ekki haldið utan um þess­ar til­kynn­ing­ar,. Það virðist vera að þess­ar upp­lýs­ing­ar hafi ekki verið skráðar og þess­ar til­kynn­ing­ar hafi ekki verið varðveitt­ar hjá þess­ari nefnd. Það er auðvitað mjög miður ef það er rétt“ seg­ir Skúli.

Frétt Mbl.is: Tel­ur sig ekki hafa verið van­hæf­an

Hins veg­ar tel­ur Skúli ekki hægt að ráða af um­fjöll­un Kast­ljóss að þetta hafi komið að sök í dóms­mál­um þar sem fjallað var um Glitni. Ekk­ert hafi komið fram um að óskað hafi verið eft­ir upp­lýs­ing­um frá nefnd­inni um hags­muna­tengsl dóm­ara.

Markús Sigurbjörnsson ásamt þáverandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni.
Markús Sig­ur­björns­son ásamt þáver­andi for­seta, Ólafi Ragn­ari Gríms­syni. mbl.is/​Eggert

Lang­sótt að telja dóm­ar­ana van­hæfa

Umræðuna um mögu­legt van­hæfi dóm­ar­anna í mál­um sem tengj­ast Glitni seg­ir Skúli svo annað mál sem teng­ist til­kynn­inga­skyldu dóm­ar­anna um eign­ar­hluti sína aðeins með óbein­um hætti. Hæfi dóm­ar­anna í þess­um mál­um hafi ekki verið dregið í efa fram að þessu.

Skúli tel­ur jafn­framt býsna lang­sótt að telja dóm­ara van­hæf­an jafn­vel þó að hann hafi mögu­lega tapað fé hjá Glitni við fall bank­ans í hrun­inu. Þó sé hugs­an­lega hægt að færa rök fyr­ir því.

„Þá er gert ráð fyr­ir að dóm­ari beri hugs­an­lega ein­hverja óvild í brjósti eða ein­hvers kon­ar hefnd­ar­hug gagn­vart stjórn­end­um Glitn­is vegna þess að hann hafi tapað pen­ing­um. Mér finnst það svona frek­ar lang­sótt með hliðsjón af því að það töpuðu nú held ég lang­flest­ir Íslend­ing­ar veru­leg­um fjár­mun­um í hrun­inu nokk­urn veg­inn sama hvar þeir voru í sveit sett­ir,“ seg­ir formaður Dóm­ara­fé­lags­ins.

Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands.
Skúli Magnús­son, formaður Dóm­ara­fé­lags Íslands.

Skrán­ing­in leys­ir ekki end­an­lega úr hæfi dóm­ara

Fram að þessu hafa regl­ur gert ráð fyr­ir að aðilar mála geti óskað eft­ir upp­lýs­ing­um frá nefnd um störf dóm­ara um mögu­leg hags­muna­tengsl dóm­ara. Regl­un­um hef­ur nú verið breytt þannig að auka­störf dóm­ara eru op­in­ber öll­um.

Af sam­töl­um sín­um við dóm­ara seg­ist Skúli ekki telja neitt því til fyr­ir­stöðu að upp­lýs­ing­ar um hluta­bréfa­eign­ir dóm­ara verði líka gerðar op­in­ber­ar. Hann spyr sig engu að síður hversu langt eigi að ganga í op­in­berri skrán­ingu á ýmsu sem lúti að aðstæðum dóm­ara.

Frétt Mbl.is: Fjór­ir hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar töpuðu á Glitni

„Það má til dæm­is spyrja hvort það eigi að vera op­in­ber í hvaða trú­fé­lagi dóm­ari er eða hvaða öðrum fé­lög­um,“ seg­ir Skúli.

Skrán­ing af þessu tagi leysi aldrei úr hæfi dóm­ara eða tæmi um­fjöll­un um það.

„Dóm­ar­inn verður eft­ir sem áður að gæta að hæfi sínu sjálf­ur. Svo auðvitað veita aðilar dóm­ar­an­um aðhald og þeir hafa ýms­ar leiðir til að afla sér upp­lýs­inga um hagi og aðstæður dóm­ara ef þeir hafa áhuga á því. Svona op­in­ber skrán­ing á hags­muna­tengsl­um dóm­ara hún nær auðvitað bara ákveðið langt. Hún er til að skapa dómur­um ákveðið aðhald, marka þeim ramma og efla trú­verðug­leika dóm­stól­anna. Eft­ir sem áður þarf dóm­ari að gæta að og skera úr sínu hæfi sjálf­ur,“ seg­ir Skúli.

Sjálfsagt að fjalla um hags­muni dóm­ara

Að því sögðu tel­ur Skúli sjálfsagt að hags­muna­tengsl dóm­ara séu sett und­ir smá­sjá.

„Auðvitað er sjálfsagt og eðli­legt að aðstæður dóm­ara og hags­muna­tengsl þeirra séu sett und­ir smá­sjá og það sé skoðað ofan í kjöl­inn hvort þeir hafi gætt nægi­lega að sér við til­kynn­ingu á sín­um hags­mun­um og gætt nægi­lega að hæfi sínu í ein­stök­um mál­um. Það er sjálfsagt og eðli­legt í lýðræðis­legu sam­fé­lagi,“ seg­ir Skúli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka