Steingrímur kjörinn forseti Alþingis

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aldursforsetinn á Alþingi, Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var kjörinn forseti Alþingis þegar þingsetningarfundi var haldið áfram nú síðdegis en Steingrímur tók fyrst sæti árið 1983.

Steingrímur var einn í framboði til embættisins og greiddu 60 þingmenn atkvæði með því að hann yrði forseti Alþingis. Tveir þingmenn voru fjarverandi og einn greiddi ekki atkvæði.

Sem aldursforseti þingsins hóf Steingrímur daginn sem forseti þings, áður en kosið var. 

Sex varaforsetar voru kjörnir: Þórunn Egilsdóttir, Birgir Ármannsson, Jón Þór Ólafsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Jóna Sólveig Elínardóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert