Spyr ráðherra um Brúnegg og upplýsingagjöf

mbl.is/Eggert

Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Vinstri grænna, hef­ur sent sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra fyr­ir­spurn í fram­haldi af um­fjöll­un Kast­ljóss um mál­efni Brúneggja ehf. og upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings um brot á regl­um um dýra­vel­ferð.

Þing­flokk­ur Vinstri grænna seg­ir í til­kynn­ingu, að fyr­ir­spurn­in hafi kviknað vegna þeirra ýmsu veggja sem fjöl­miðlar hafi rek­ist á í leit sinni að upp­lýs­ing­um sem eigi fullt er­indi við al­menn­ing og snúi helst að stjórn­sýsl­unni í mál­inu og hvernig ráðuneytið muni bregðast við til að bæta upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert