Úttekt gerð á starfsemi Matvælastofnunar

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Tek­in hef­ur verið ákvörðun um að gera út­tekt á ýms­um þátt­um er lúta að rekstri og starfs­um­hverfi Mat­væla­stofn­un­ar. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá at­vinnu­vegaráðuneyt­inu. Þar seg­ir að Gunn­ar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hafi falið þeim Bjarna Snæ­birni Jóns­syni stjórn­un­ar­ráðgjafa og dr. Ólafi Odd­geirs­syni dýra­lækni og fram­kvæmda­stjóra ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Food Control Consult­ants Ltd. í Skotlandi að fara yfir þessi mál og gera út­tekt á þeim.

„Þeir munu fara yfir verk­ferla Mat­væla­stofn­un­ar hvað varðar eft­ir­lit með lög­um um dýra­vel­ferð og mat­væla­eft­ir­lit og greina starfsaðferðir og bera sam­an við það sem al­mennt ger­ist hjá sam­bæri­leg­um stofn­un­um í Evr­ópu. Þá munu sér­fræðing­ar ráðuneyt­is­ins fara yfir þau lög sem gilda um starf­semi stofn­un­ar­inn­ar, beit­ingu þeirra og greina hvort skort­ur á laga­úr­ræðum hamli því að stofn­un­in geti veitt al­menn­ingi og op­in­ber­um stofn­un­um upp­lýs­ing­ar úr eft­ir­lits­skýrsl­um. Krist­ín Bene­dikts­dótt­ir dós­ent við Há­skóla Íslands mun verða ráðuneyt­inu til aðstoðar hvað varðar laga­fyr­ir­mæli er lúta að birt­ing­um upp­lýs­inga.“

Enn­frem­ur verði gerð at­hug­un á rekstri, skipu­lagi og stjórn­un og hvernig ráðuneytið sinni al­menn­um eft­ir­lits­skyld­um sín­um með starf­semi Mat­væla­stofn­un­ar. „Loks er óskað eft­ir ábend­ing­um um það sem bet­ur má fara varðandi fram­an­greinda þætti, til­lög­um um breyt­ing­ar á lög­um og öðru því sem telja má að geti eflt fram­kvæmd með lög­um um dýra­vel­ferð og mat­væla­eft­ir­lit.“ 

Gert er ráð fyr­ir að niður­stöður þess­ara at­hug­ana liggi fyr­ir í lok fe­brú­ar. Þá er í ráðuneyt­inu unnið að end­ur­skoðun laga um Mat­væla­stofn­un og verður afrakst­ur­inn úr út­tekt­inni meðal ann­ars nýtt­ur við þá laga­smíð seg­ir enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert