Munur á meðalhita 13,8 stig

Það er munur að sinna hreingerningu við Tjörnina í hlýindum …
Það er munur að sinna hreingerningu við Tjörnina í hlýindum sem nú. mbl.is/Golli

Hlýindin það sem af er desember hafa verið með miklum ólíkindum. Fyrstu dagarnir í desember hafa verið þeir hlýjustu í Reykjavík frá því mælingar hófust árið 1871 eða fyrir 145 árum.

Samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings var meðalhitinn í Reykjavík fyrstu sjö daga mánaðarins +7,3 stig, +6,5 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og +8,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.

Þessir sömu dagar voru kaldastir árið 1885 – þá var meðalhitinn -6,5 stig – og á seinni tímum árið 2011 með meðalhita upp á -4,6 stig. Samkvæmt þessu er mismunur meðalhita áranna 2016 og 1885 heilar 13,8 gráður, fyrra árinu í vil, að því er fram kemur í úttekt á hlýindunum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka