Birgðastaðan óbærileg eftir 2-3 vikur

Að sögn framkvæmdastjóra er sala Brúneggja um 5-10% af fyrri …
Að sögn framkvæmdastjóra er sala Brúneggja um 5-10% af fyrri sölu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum með 10-11 daga af birgðum núna. Það þykir lágmark hjá mörgum framleiðendum. Við erum að selja eitthvað af eggjum og við munum sjá á næstu dögum hvort áhugi sé hjá aðilum á markaði að fá þessi egg á nýjan leik. En þetta liggur ekkert undir skemmdum. Geymsluþolið er 2-3 mánuðir í kæli. Við höfum ekki hent neinum afurðum eins og sakir standa.“

Þetta segir Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Brúneggja, sem misst hafa stóran hluta viðskipta sinna í kjölfar umfjöllunar í Kastljósi um aðbúnað fuglanna sem vöktu hörð viðbrögð í samfélaginu.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Kristinn að engar stóru verslananna á matvörumarkaði hafi opnað á sölu að nýju eftir að hafa tekið eggin úr sölu í kjölfar umfjöllunarinnar. Fyrirtækið selji þó enn á bilinu 5-10% af því sem það gerði fyrir umfjöllunina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert