Birgðastaðan óbærileg eftir 2-3 vikur

Að sögn framkvæmdastjóra er sala Brúneggja um 5-10% af fyrri …
Að sögn framkvæmdastjóra er sala Brúneggja um 5-10% af fyrri sölu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum með 10-11 daga af birgðum núna. Það þykir lág­mark hjá mörg­um fram­leiðend­um. Við erum að selja eitt­hvað af eggj­um og við mun­um sjá á næstu dög­um hvort áhugi sé hjá aðilum á markaði að fá þessi egg á nýj­an leik. En þetta ligg­ur ekk­ert und­ir skemmd­um. Geymsluþolið er 2-3 mánuðir í kæli. Við höf­um ekki hent nein­um afurðum eins og sak­ir standa.“

Þetta seg­ir Krist­inn Gylfi Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Brúneggja, sem misst hafa stór­an hluta viðskipta sinna í kjöl­far um­fjöll­un­ar í Kast­ljósi um aðbúnað fugl­anna sem vöktu hörð viðbrögð í sam­fé­lag­inu.

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Krist­inn að eng­ar stóru versl­an­anna á mat­vörumarkaði hafi opnað á sölu að nýju eft­ir að hafa tekið egg­in úr sölu í kjöl­far um­fjöll­un­ar­inn­ar. Fyr­ir­tækið selji þó enn á bil­inu 5-10% af því sem það gerði fyr­ir um­fjöll­un­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert