Óvíst hvort börn fái í skóinn

Íslensku jólasveinarnir eru þekktir fyrir stríðni og pretti. Fyrir jólin …
Íslensku jólasveinarnir eru þekktir fyrir stríðni og pretti. Fyrir jólin í fyrra ákváðu þeir hins vegar að snúa blaðinu við og hjálpa UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, að koma hinum ýmsu hjálpargögnum til barna í neyð – svokölluðum sönnum gjöfum. Teikning/Brian Pilkington

Sögu­sagn­ir ganga nú um að óvissa ríki með það hvort börn fái í skó­inn í nótt. Íslensku jóla­svein­arn­ir, sem staðið hafa að skógjöf­um til barna á Íslandi, eru sagðir hafa verið of upp­tekn­ir við önn­ur verk­efni á ár­inu.

„Þetta er al­gjör­lega úr lausu lofti gripið,“ seg­ir Grýla, móðir jóla­svein­anna og talsmaður. „Það hef­ur verið tals­verð fart á þeim á ár­inu, en þeir ætla ekki að leggj­ast í leti í des­em­ber eins og Leppalúði pabbi þeirra. Ég er hand­viss um að þeir munu gefa í skó­inn eins og þeir eru van­ir að gera. – Ef ein­hver held­ur öðru fram mun ég éta hann eða hana.“ 

Ljós­mynd/​UNICEF

Hafa breytt áhersl­um

Íslensku jóla­svein­arn­ir eru þekkt­ir fyr­ir stríðni og pretti. Fyr­ir jól­in í fyrra ákváðu þeir hins veg­ar að snúa blaðinu við og hjálpa UNICEF, Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna, að koma hinum ýmsu hjálp­ar­gögn­um til barna í neyð – svo­kölluðum sönn­um gjöf­um. Al­menn­ing­ur gat keypt hjálp­ar­gögn á borð við jarðhnetumauk, hlý teppi, bólu­efni gegn mænu­sótt og náms­gögn – svo fátt eitt sé nefnt – en jóla­svein­arn­ir sáu um að koma þeim til skila.

Jóla­svein­arn­ir eru afar ánægðir með átakið og ætla því að starfa aft­ur með UNICEF fyr­ir þessi jól. Mbl.is tek­ur þátt í sam­starf­inu, hef­ur fylgst náið með ferðum jóla­svein­anna og birt­ir ferðasögu og mynd­band með sveini dags­ins á hverj­um degi fram að jól­um. 

Ljós­mynd/​UNICEF

Fóru í all­ar heims­álf­ur nema Suður­skautslandið

Í starfi sínu fyr­ir UNICEF hafa jóla­svein­arn­ir ferðast um all­an heim. Askasleik­ir og Þvörusleik­ir þvæld­ust til dæm­is til Ken­ía og Aust­ur-Kongó með nær­ing­ar­mjólk og orma­lyf, Stúf­ur fór alla leið til Norður-Kór­eu með náms­gögn og Gáttaþefur fór til Kúbu með moskítónet, en sum­ir þeirra komu við í allt að þrjá­tíu lönd­um. Hjálp­ar­starf UNICEF náði til allra heims­álfa nema Suður­skauts­lands­ins, enda mark­miðið að ná til allra barna.

Svein­arn­ir ætla þó ekki að hvíla sig í des­em­ber og munu gefa börn­um á Íslandi í skó­inn fyr­ir jól­in, rétt eins og þeir eru van­ir að gera.

Ljós­mynd/​UNICEF

Hvað eru Sann­ar gjaf­ir?

Sann­ar gjaf­ir UNICEF eru lífs­nauðsyn­leg hjálp­ar­gögn fyr­ir bág­stödd börn. Fólk kaup­ir gjaf­irn­ar í nafni þess sem það lang­ar að gleðja og gef­ur viðkom­andi gjafa­bréfið. UNICEF sér hins veg­ar til þess að gjaf­irn­ar sjálf­ar ber­ist til barna og fjöl­skyldna þeirra þar sem þörf­in er mest.

Sann­ar gjaf­ir eru sér­stak­lega vin­sæl­ar um jól­in. Þær eru einnig oft notaðar sem merkimiðar á jóla­gjaf­ir og sem jóla­kveðja til vina og vanda­manna er­lend­is.

Lindex á Íslandi er styrkt­araðili jóla­átaks UNICEF á Íslandi fyr­ir sann­ar gjaf­ir og fjár­magn­ar kynn­ing­ar­efnið, en það er unnið af aug­lýs­inga­stof­unni Jóns­son og Le´macks. Teikn­ing­arn­ar eru eft­ir Bri­an Pilk­ingt­on.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert