Kaup fjárfestis á jörðinni Felli sem á land á austurbakka Jökulsárlóns eru orðin straðreynd.
Enginn úr eigendahópi Fells kærði sölu sýslumanns á jörðinni, áður en frestur til þess rann út nú fyrir helgina, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Enn liggur þó ekki fyrir hvort ríkið nýtir forkaupsrétt sinn að jörðinni en frestur til þess rennur út 10. janúar næstkomandi.
Kaupandi jarðarinnar eru Fögrusteinar, dótturfélag Thule Investments.
Félagið staðfesti kaupin fyrir mánuði síðan með greiðslu fjórðungs kaupverðs sem er 1.520 milljónir krónur.
Jörðin Fell á land að austurströnd Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi. Ósamstaða hefur verið meðal eigenda um nýtingu jarðarinnar og uppbyggingu.