Salan á Felli ekki verið kærð

Siglt um Jökulsárlón
Siglt um Jökulsárlón mbl.is/Ómar Óskarsson

Kaup fjárfestis á jörðinni Felli sem á land á austurbakka Jökulsárlóns eru orðin straðreynd.

Enginn úr eigendahópi Fells kærði sölu sýslumanns á jörðinni, áður en frestur til þess rann út nú fyrir helgina, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Enn liggur þó ekki fyrir hvort ríkið nýtir forkaupsrétt sinn að jörðinni en frestur til þess rennur út 10. janúar næstkomandi.

Kaupandi jarðarinnar eru Fögru­steinar, dótt­ur­fé­lag Thule In­vest­ments.

Félagið staðfesti kaupin fyrir mánuði síðan með greiðslu fjórðungs kaup­verðs sem er 1.520 millj­ón­ir krónur. 

Jörðin Fell á land að aust­ur­strönd Jök­uls­ár­lóns á Breiðamerk­urs­andi. Ósamstaða hef­ur verið meðal eig­enda um nýt­ingu jarðar­inn­ar og upp­bygg­ingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert