Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ólafi Erni Arnarsyni en ekkert hefur heyrst frá honum eftir að hann fór frá heimili sínu í efri byggðum Kópavogs snemma í morgun. Ólafur er 34 ára gamall og er klæddur í dökkbláa úlpu, bláar gallabuxur, með mosabrúna húfu og í svörtum skóm.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa björgunarsveitir meðal annars leitað að Ólafi í Heiðmörk nú í kvöld.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir orðrétt:
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ólafi Erni Arnarsyni. Ólafur er 34 ára, rúmlega 190 cm á hæð, um 105 kg og sköllóttur. Hann er klæddur í dökkbláa Carhart-úlpu, bláar gallabuxur, með mosabrúna 66 gráður norður húfu og í svörtum skóm. Hann er líklega með rauðan bakpoka. Ólafur fór frá heimili sínu í efri byggðum Kópavogs snemma í morgun, miðvikudag, og ekkert hefur heyrst til hans síðan þá. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ólafs eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.“
Bætt við klukkan 06 að morgni 15. desember
Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í nótt um að Ólafur Örn sé kominn fram heill á húfi.