Jólasveinn með snákafóbíu

Þvörusleikir tók að sér að dreifa 2,5 milljónum taflna af …
Þvörusleikir tók að sér að dreifa 2,5 milljónum taflna af ormalyfi sem Íslendingar gáfu fyrir síðustu jól. Teikning/Brian Pilkington

„Ég sá Sna­kes on a Pla­ne í bíó fyr­ir mörg­um árum og hef verið log­andi hrædd­ur við slöng­ur síðan. Þetta er eig­in­lega fóbía,“ seg­ir jóla­sveinn­inn Þvörusleik­ir sem er ný­kom­inn heim úr langri ferð á veg­um UNICEF á Íslandi. Þvörusleik­ir tók að sér að dreifa 2,5 millj­ón töfl­um af orma­lyfi sem Íslend­ing­ar gáfu fyr­ir síðustu jól sem sann­ar gjaf­ir. Hann seg­ir að það gleðji sig að geta hjálpað til.

„Mér leist hins veg­ar ekk­ert á blik­una þegar ég heyrði hvert við vær­um að fara,“ seg­ir Þvörusleik­ir, en ferðalagið hófst í Aust­ur-Kongó.

„Það lifa fjöl­marg­ar stór­hættu­leg­ar sná­ka­teg­und­ir í Afr­íku, t.d. svarta mamb­an sem er ban­eitruð. Ég spurði flug­freyju í vél­inni hvort það væru nokkuð sná­k­ar um borð. Hún lofaði að svo væri ekki.“ 

Ljós­mynd/​UNICEF

Orm­ar miklu hættu­legri

Þvörusleik­ir seg­ist fljótt hafa áttað sig á að ekki þyrfti að ótt­ast sná­ka. „Sná­k­ar forðast fólk. Það gera orm­ar og önn­ur sníkju­dýr í melt­ing­ar­vegi hins veg­ar ekki, þau eru í raun miklu hættu­legri.“

Hann bend­ir á þá staðreynd að ár­lega lát­ist ríf­lega 150.000 börn í heim­in­um af völd­um vannær­ing­ar vegna sníkju­dýra í melt­ing­ar­vegi. Sann­ar gjaf­ir frá Íslend­ing­um komi því að góðum not­um.

Ljós­mynd/​UNICEF

Íslensku jóla­svein­arn­ir eru þekkt­ir fyr­ir stríðni og pretti. Þeir hafa hins veg­ar snúið við blaðinu og hjálpa nú UNICEF við að koma hinum ýmsu hjálp­ar­gögn­um til barna í neyð. Fólk get­ur keypt gjöf sem bjarg­ar lífi barna á vefsíðunni sann­ar­gjaf­ir.is.

Til að leggja lóð sín á vog­ar­skál­arn­ar birt­ir mbl.is mynd­band með jóla­sveini dags­ins á hverj­um degi fram að jól­um.

UNICEF, Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna, berst fyr­ir rétt­ind­um allra barna og er í ein­stakri stöðu til að þrýsta á um breyt­ing­ar á heimsvísu.

Ljós­mynd/​UNICEF
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert