Fundur í kjaradeilu sjómanna hafinn

Við fundarborð ríkissáttasemjara.
Við fundarborð ríkissáttasemjara. mbl.is/Ófeigur

Fundur í kjaradeildu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hófst klukkan 11 hjá ríkissáttasemjara eftir að hafa verið seinkað um eina klukkustund. 

mbl.is/Ófeigur

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, sagðist í samtali við mbl.is í morgun, skömmu fyrir fundinn, gruna hann yrði stuttur. 

Frétt mbl.is: Auðvitað næst ekki allt í gegn

mbl.is/Ófeigur

Verkfall sjómanna hófst síðasta miðvikudagskvöld. Það hefur víðtæk áhrif á störf til sjós og lands en einnig stöðu Íslands á fiskmörkuðum. 

Á leið í fundarherbergið.
Á leið í fundarherbergið. mbl.is/Ófeigur

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í gær að þungt hljóð væri í fólki og að ákveðinn vandi sé á höndum. Vegna breyttrar afstöðu sjómannaforystunnar verði erfitt að eiga við þá stefnubreytingu. 

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, á leið á fundinn.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, á leið á fundinn. mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert