Tvær milljónir í menningu

Styrkþegar ársins með Birnu Einarsdóttur bankastjóra.
Styrkþegar ársins með Birnu Einarsdóttur bankastjóra.

Menningarsjóður VÍB veitti styrki til þriggja verkefna í gær, alls tvær milljónir króna. Styrkina í ár fá fjórar listakonur. 

Margrét Jónsdóttir og Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir: Super Black sýning í Kaupmannahöfn: 1.000.000 kr.

Vegna sýningarinnar Super Black sem opnar á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn 1. september 2017. Sýningin heldur síðan áfram til Færeyja í febrúar 2018. Super Black er samstarfsverkefni þriggja listamanna, Kristínar Gunnlaugsdóttir, myndlistarkonu með olíumálverk, Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu með innsetningar og Valgeirs Sigurðssonar tónlistarmanns.

 Pamela De Sensi Kristbjargardóttir: Jazzútgáfa af Pétri og Úlfinum:  600.000 kr. 

Útgáfa á Pétri og Úlfinum eftir Prokofiev í jazzútgáfu til að kynna jazztónlist fyrir börn. Að útgáfunni standa Pamela De Sensi Kristbjargardóttir í samstarfi við Stórsveit Reykjavíkur. Stefán Karl Stefánsson leikari verður í hlutverki sögumanns.

 Emilía Rós Sigfúsdóttir: Geisladiskur til kynningar erlendis: 400.000 kr.

Verkefnið felur í sér vinnu við undirbúning, upptökur og útgáfu á öðrum geisladiski umsækjanda, Emilíu Rósar Sigfúsdóttur með píanóleikaranum Ástríði Öldu Sigurðardóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert