Vetrarsólstöður eru í dag, 21. desember. Klukkan 10.44 fyrir hádegi nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem markar syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum, sólin stendur kyrr eins og stundum er sagt. Síðan fer sólin að hækka á lofti á ný. Það gerist afar hægt í byrjun.
Á morgun nýtur sólar tveimur sekúndum lengur en í dag en sólarstundum fjölgar hraðar þegar á líður. Nokkru munar milli landshluta hve lengi birtu nýtur á vetrarsólstöðum. Í
Reykjavík er dagbjart í rúma fjóra tíma en klukkustund skemur á Akureyri. Í gær var sólarupprás í Reykjavík kl. 11.21 og sólsetur kl. 15.29. Vetrarsólstöður ber upp á dagana 20.-23. desember. Breytileiki dagsetninganna stafar einkum af hlaupársdögum.