Arnaldur og Yrsa á toppnum

Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir.
Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir.

Félag íslenskra bókaútgefenda hefur birt síðasta Bóksölulistann fyrir jól. Þar trónir Petsamo Arnaldar Indriðasonar á toppnum en Aflausn Yrsu Sigurðardóttur vermir annað sætið.

Um er að ræða bóksölu 13.-19. desember en að því er fram kemur í tilkynningu má leiða líkur að því að nokkur bóksala sé eftir fram að jólum.

Í þriðja sæti er Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason, í fjórða sæti Tvísaga: móðir, dóttir, feður eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur, og í fjórða sæti Heiða - fjalladalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Listinn í heild:

  1. Petsamo - Arnaldur Indriðason
  2. Aflausn - Yrsa Sigurðardóttir                      
  3. Pabbi prófessor - Gunnar Helgason                        
  4. Tvísaga : móðir, dóttir, feður - Ásdís Halla Bragadóttir
  5. Heiða - fjalldalabóndinn - Steinunn Sigurðardóttir                          
  6. Þín eigin hrollvekja - Ævar Þór Benediktsson
  7. Laddi: Þróunarsaga mannsins - Gísli Rúnar Jónsson
  8. Útkall - kraftaverk undir jökli - Óttar Sveinson
  9. Svartigaldur - Stefán Máni
  10. Andlit förðunarbók - Harpa Káradóttir / Snorri Björnsson
  11. Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna - Sævar Helgi Bragason
  12. Elsku Drauma mín: minningabók Sigríðar Halldórsdóttur - Vigdís Grímsdóttir                      
  13. Vögguvísurnar okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson
  14. Svartalogn - Kristín Marja Baldursdóttir
  15. Íslandsbók barnanna - Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir
  16. Ör - Auður Ava Ólafsdóttir
  17. Henri og hetjurnar - Þorgrímur Þráinsson
  18. Drungi - Ragnar Jónasson
  19. Ljósin á Dettifossi - Davíð Logi Sigurðsson
  20. Vonda frænkan - David Walliams             
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert