„Læra jafnt og þétt yfir önnina“

Dúx skólans var Margrét Sóley Kristinsdóttir af náttúrufræðabraut og Elísbet …
Dúx skólans var Margrét Sóley Kristinsdóttir af náttúrufræðabraut og Elísbet Síemsen settur skólameistari. Ljósmynd/FG

Margrét Sóley Kristinsdóttir var dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ en 64 nemendur brautskráðust í vikunni. Margrét útskrifaðist af náttúrufræðabraut og hlaut auk þess fjölmörg önnur verðlaun fyrir góðan árangur.

„Læra jafnt og þétt yfir önnina,“ svarar Margrét því til spurð hver galdurinn sé á bakvið árangurinn. Margrét hefur gaman að raungreinum og stendur efnafræðin og stærðfræðin upp úr eftir námið í FG. Raungreinar hafa alltaf verið hennar greinar, að eigin sögn. Hún er virkilega ánægð með námið í FG og segir starfsfólk og kennara skólans hafi reynst sér mjög vel. „Ég hef líka eignast mikið af góðum vinum í skólanum,“ segir hún. 

Þegar Margrét var spurð hvaða fleiri verðlaun hún hafi fengið við útskriftina átti hún örlítið erfitt með að rifja það upp en það kom að endingu. Hún hlaut alls sex verðlaun, meðal annars fyrir góðan námsárangur í efnafræði. Auk þess fékk hún verðlaun fyrir íþróttir, mætingu, tungumálaverðlaun og sérstök verðlaun frá Háskólanum í Reykjavík. Í þeim verðlaunum felst að ein önn í námi við skólann er niðurgreidd. 

Margrét útskrifaðist eftir þrjú og hálft ár í námi. Hún ætlar að vinna í hálft ár og hefja háskólanám í haust. Hún er ekki búin að gera upp hug sinn hvaða nám verður fyrir valinu en eitt er víst að nám í raungreinum verða fyrir valinu. Hún bendir á að hún eigi eflaust eftir að ákveða sig þegar hún mætir á kynningu háskólanna á námsframboði sínu sem er oftast á vormánuðum.

Frétt mbl.is: 64 út­skrifuðust úr FG

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka