Vann Karl Marx-eftirhermukeppni

Gáttaþefur gerði það gott á Kúbu þar sem hann dreifði …
Gáttaþefur gerði það gott á Kúbu þar sem hann dreifði moskítónetum sem fólk á Íslandi hjálpaði honum að útvega sem svokallaðar sannar gjafir fyrir síðustu jól. Teikning/Brian Pilkington

Þó að börn á Íslandi þekki flest jóla­svein­ana þrett­án, þá eru þeir lítt þekkt­ir utan land­stein­anna. Í ár hef­ur hins veg­ar borið á áhuga á svein­un­um á alþjóðavett­vangi, en þeir hafa verið á ferð og flugi um all­an heim á veg­um UNICEF.

Til að mynda gerði Gáttaþefur það gott á Kúbu þar sem hann dreifði moskítónet­um sem fólk á Íslandi hjálpaði hon­um að út­vega sem svo­kallaðar sann­ar gjaf­ir fyr­ir síðustu jól.

„Fólk var alltaf að segja mér að ég væri al­veg eins og Karl Marx,“ seg­ir Gáttaþefur en eins og flest­ir vita er Marx höf­und­ur Komm­ún­ista­ávarps­ins og í há­veg­um hafður á Kúbu. Gáttaþefur seg­ist hafa verið plataður til að taka þátt í stórri Karl Marx-eft­ir­hermu­keppni sem var sjón­varpað um alla Kúbu, en þar stóð hann á end­an­um uppi sem sig­ur­veg­ari.

„Mér hef­ur alltaf fund­ist Ché vera flott­ari, þó að hann hafi verið með minna skegg,“ seg­ir hann. 

Ljós­mynd/​UNICEF

Vindl­ar á stærð við nef Gáttaþefs

Fyr­ir sig­ur­inn hlaut Gáttaþefur kassa af kúbversk­um vindl­um og árs­birgðir af rommi, en hann seg­ist lítt hrif­inn af slíku. „Ég er aga­lega viðkvæm­ur fyr­ir tób­aks­reyk, enda þefnæm­ari en fólk al­mennt. Þetta voru eng­ir smá vindl­ar, sum­ir á stærð við nefið á mér.“

Þó að Gáttaþefur sé bind­ind­ismaður á áfengi og tób­ak, brá hann sér út á lífið í Hav­ana. „Ég fór á tón­leika með minni upp­á­halds­hljóm­sveit, Bu­eno Vista Social Club. Ég er bú­inn að fylgj­ast með þess­um strák­um síðan þeir byrjuðu og finnst þeir verða betri með hverju ár­inu. Mér finnst svo gam­an að fylgj­ast með því sem unga fólkið er að bralla.“

Ljós­mynd/​UNICEF

Íslensku jóla­svein­arn­ir eru þekkt­ir fyr­ir stríðni og pretti. Þeir hafa hins veg­ar snúið við blaðinu og hjálpa nú UNICEF við að koma hinum ýmsu hjálp­ar­gögn­um til barna í neyð. Fólk get­ur keypt gjöf sem bjarg­ar lífi barna á vefsíðunni sann­ar­gjaf­ir.is

Til að leggja lóð sín á vog­ar­skál­arn­ar birt­ir mbl.is mynd­band með jóla­sveini dags­ins á hverj­um degi fram að jól­um og fylg­ist með ferðum svein­anna um heim­inn.

UNICEF, Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna, berst fyr­ir rétt­ind­um allra barna og er í ein­stakri stöðu til að þrýsta á um breyt­ing­ar á heimsvísu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert