Elskar kjöt og Fugees

Ketkrókur viðurkennir að hann hafi ekki vitað mikið um Haítí …
Ketkrókur viðurkennir að hann hafi ekki vitað mikið um Haítí áður en hann kom þangað. Teikning/Brian Pilkington

For­eldr­ar kann­ast flest­ir við hversu spenn­andi það get­ur verið að fylgj­ast með þyngd barna fyrstu vik­urn­ar og mánuðina eft­ir að þau fæðast. Slík­ar mæling­ar eru þó ekki bara til gam­ans gerðar því mik­ilvægt er að vita hvernig börn­um geng­ur að nærast svo tryggja megi að þau stækki og dafni sem best. Þetta á svo sann­ar­lega líka við á svæðum þar sem marg­ir eru hungraðir og hætta er á vannæringu barna.

Meðal gjafa sem ís­lensk­um al­menn­ingi býðst að kaupa sem svo­kallaðar sann­ar gjaf­ir hjá UNICEF er ung­barna­vigt sem notuð er á sjúkra­hús­um og næring­armiðstöðvum. Fyr­ir síðustu jól keyptu Íslend­ing­ar ríf­lega 310 slík­ar vog­ir sem meðal ann­ars voru send­ar til Haítí. Íslenski jóla­sveinn­inn Ket­krók­ur var val­inn til að fara með gjaf­irn­ar á vett­vang. 

Ljós­mynd/​UNICEF

Með sama disk í bíln­um síðan 1995

„Mig hef­ur langað að koma til Haítí síðan plat­an The Score með hljóm­sveit­inni Fu­gees kom út árið 1995,“ sagði Ket­krókur þegar við náðum tali af hon­um und­ir kvöld í gær.

Eins og marg­ir vita er The Fu­gees skipuð Banda­ríkja­mönn­um sem eru ættaðir frá Haítí, en þau hafa í gegn­um tíðina látið sig mál­efni upp­runa­lands­ins varða. Meðal ann­ars bauð einn liðsmanna, Wyclef Jean, sig fram til for­seta þar fyr­ir nokkr­um árum.

„Geisladisk­ur­inn the Score hef­ur rúllað eig­in­lega lát­laust í Mözd­unni minni síðan hann kom út. Ef það er tvennt sem ég elska í þess­um heimi þá er það kjöt núm­er eitt og hljóm­sveit­in Fu­gees núm­er tvö.“

Ket­krók­ur viður­kenn­ir að hann hafi ekki vitað mikið um Haítí áður en hann kom þangað. „Ég varð auðvitað var við landið í frétt­um þegar jarðskjálft­inn reið yfir fyr­ir nokkr­um árum. Það hef­ur verið erfitt fyr­ir sam­fé­lagið að vinna sig út úr því. Og það er gott að vita að maður get­ur hjálpað til.“

Ljós­mynd/​UNICEF

Íslensku jóla­svein­arn­ir eru þekkt­ir fyr­ir stríðni og pretti. Þeir hafa hins veg­ar snúið við blaðinu og hjálpa nú UNICEF við að koma hinum ýmsu hjálp­ar­gögn­um til barna í neyð. Fólk er hvatt til að hjálpa jóla­svein­un­um með því að gefa gjaf­ir sem bjarga lífi barna þessi jól­in. Mikið úr­val er að finna á vefsíðunni sann­ar­gjaf­ir.is

Til að leggja lóð sín á vog­ar­skál­arn­ar birt­ir mbl.is mynd­band með jóla­sveini dags­ins á hverj­um degi fram að jól­um og fylg­ist með ferðum svein­anna um heim­inn.

UNICEF, Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna, berst fyr­ir rétt­ind­um allra barna og er í ein­stakri stöðu til að þrýsta á um breyt­ing­ar á heimsvísu.

Ljós­mynd/​UNICEF
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert