Hluti Jökulsárlóns til ríkis

Við Jökulsárlón í Öræfum.
Við Jökulsárlón í Öræfum. mbl.is/RAX

Meðal þess sem Alþingi samþykkti sam­hliða fjár­lög­um og fjár­auka­lög­um var heim­ild til að ganga inn í kaup á jörðinni Fell í Suður­sveit, sem á land að Jök­uls­ár­lóni. Har­ald­ur Bene­dikts­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að með þessu væri kom­in heim­ild fyr­ir stjórn­völd til að neyta lög­bund­ins for­kaups­rétt­ar. „Það er full­yrt við mig að ekki liggi fyr­ir ákvörðun um að nýta for­kaups­rétt­inn en það var sett heim­ild og fjár­heim­ild í fjár­auka­lög til að gera það. Svo er einnig heim­ild­ar­grein í fjár­lög­um næsta árs til þess að kaupa jörðina.“

Upp­boð til slita á sam­eign

Gengið var frá sölu á jörðinni til Fögru­steina, dótt­ur­fé­lags Thule In­vest­ments og fjórðungs staðfest­ing­ar­greiðsla var greidd fyr­ir miðjan des­em­ber. Kaup­verðið var 1.520 millj­ón­ir króna. Megn ósamstaða var meðal eig­enda um nýt­ingu jarðar­inn­ar og upp­bygg­ingu. Var farið fram á upp­boð hjá sýslu­manni til slita á sam­eign og varð niðurstaða þess að Fögru­stein­ar keyptu jörðina. Miðað við þessa af­greiðslu Alþing­is í gær er lík­legt að ríkið verði eig­andi jarðar­inn­ar.

Heim­ilt að selja Málmey

Einnig var end­ur­nýjuð heim­ild­ar­grein samþykkt sem lýt­ur að sölu rík­is­ins á Málmey í Skagaf­irði, en þreif­ing­ar hafa verið um nokkra hríð í þá veru að sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður kaupi eyna af rík­inu. Har­ald­ur seg­ir þessa heim­ild ekki nýja af nál­inni. Hún hafi líka verið til staðar í fyrra og hann seg­ir að óskað hafi verið eft­ir að heim­ild­in yrði end­ur­nýjuð. Sig­ríður Svavars­dótt­ir, formaður sveit­ar­stjórn­ar Skaga­fjarðar, seg­ir að áhugi sé hjá sveit­ar­fé­lag­inu á að hafa eign­ar­hald á Málmey á sinni hendi og von­ast til að viðræður milli rík­is og sveit­ar­fé­lags um sölu eyj­ar­inn­ar kom­ist fljót­lega á góðan rek­spöl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert