Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst fyrir hádegi tilkynning um köfunarslys í Silfru á Þingvöllum.
Lögregla á Suðurlandi greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrir skemmstu að lögregla og sjúkraflutningamenn væru við störf á vettvangi við afar krefjandi aðstæður sökum veðurhæðar.
Líðan þess slasaða er sögð vera eftir atvikum.
Verulega leiðinlegt veður er á Mosfellsheiðinni, en í veðurspá Vegagerðarinnar segir að vindstyrkur sé á bilinu 18-23 m/s á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði.
Uppfært: Komst til meðvitundar við Silfru