Sannar gjafir fyrir 27 milljónir

Næringarsérfræðingurinn Andrew Sammy sem starfar á vegum UNICEF við ungbarnaeftirlit …
Næringarsérfræðingurinn Andrew Sammy sem starfar á vegum UNICEF við ungbarnaeftirlit í Nígeríu. Ljósmynd/UNICEF

„Við erum í skýj­un­um, það er ynd­is­legt að finna þenn­an mikla stuðning og vita að fólk er til í að kaupa þess­ar fal­legu og skemmti­legu gjaf­ir,“ seg­ir Sig­ríður Víðis Jóns­dótt­ir, kynn­ing­ar­stjóri og fjöl­miðlafull­trúi UNICEF á Íslandi. Í ár seld­ust gjaf­ir fyr­ir 27 millj­ón­ir króna í jóla­átak­inu Sann­ar gjaf­ir sem UNICEF á Íslandi stend­ur fyr­ir. Þetta eru tölu­verð aukn­ing frá því í fyrra en þá seld­ust gjaf­ir fyr­ir 14 millj­ón­ir króna.

Sann­ar gjaf­ir UNICEF eru lífs­nauðsyn­leg hjálp­ar­gögn fyr­ir bág­stödd börn. Fólk kaup­ir gjaf­irn­ar í nafni þess sem það lang­ar að gleðja og gef­ur viðkom­andi gjafa­bréfið. Í ár vara vin­sæl­asta jóla­gjöf­in hlý teppi sem eru meðal ann­ars notuð í flótta­manna­búðum til þess að hlýja börn­um um kald­ar næt­ur. Þá var víta­mín­bætt jarðhnetumauk fyr­ir vannærð börn einnig vin­sæl gjöf en það er mikið notað í Níg­er­íu núna þar sem mörg börn láta lífið á hverj­um degi út af vannær­ingu.

Í ár seldust gjafir fyrir 27 milljónir króna sem er …
Í ár seld­ust gjaf­ir fyr­ir 27 millj­ón­ir króna sem er 13 millj­ón­um meira en í fyrra. Ljós­mynd/​UNICEF

Nú fara all­ar pant­an­irn­ar frá Íslandi í birgðastöðu UNICEF og þaðan er þeim síðan dreift til landa út um all­an heim, eft­ir því hvar þörf­in fyr­ir þær er hvað mest. „Fólk get­ur því alltaf verið visst um að það sé að gefa eitt­hvað sem þörf er fyr­ir,“ seg­ir Sig­ríður.

Hlý teppi og víta­mín­bætt jarðhnetumauk voru vin­sæl­ustu gjaf­irn­ar í ár en hægt var að kaupa ólík hjálp­ar­gögn á breiðu verðbili. „Ódýr­asta gjöf­in kost­ar um 600 krón­ur en síðan hækka þær í verði þannig það gátu all­ir fundið eitt­hvað við sitt hæfi.“

Sig­ríður seg­ir gjaf­irn­ar hafa mælst vel fyr­ir en Sann­ar gjaf­ir voru opnaðar á þúsund­um heim­ila nú um jól­in. „Það skap­ast líka oft skemmti­leg­ar umræður í kring­um svona gjaf­ir. Menn fara að ræða mál­in og umræðan opn­ast út á við,“ seg­ir Sig­ríður.

Jólaátakið Sannar jólagjafir.
Jóla­átakið Sann­ar jóla­gjaf­ir. Teikn­ing/​​Bri­an Pilk­ingt­on
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert