Guðrún hlaut viðurkenningu Ásusjóðs

Sigrún Ása Sturludóttir, líffræðingur og ættmenni Ásu afhenti Guðrúnu Larsen …
Sigrún Ása Sturludóttir, líffræðingur og ættmenni Ásu afhenti Guðrúnu Larsen verðlaunin. Mynd/Ásusjóður

Guðrún Larsen jarðfræðingur hlaut í gær viður­kenn­ingu Ásu­sjóðs sem Vís­indamaður árs­ins 2016. Stjórn Verðlauna­sjóðs Ásu Guðmunds­dótt­ur Wright af­henti henni verðlaun við athöfn í Þjóðminjasafninu í gær.

Verðlaun­in voru veitt að viðstödd­um for­seta Íslands, stjórn vís­inda­fé­lags Íslend­inga, rek­tor­um Há­skóla Íslands og Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, þjóðminja­verði og full­trú­um fræðasam­fé­lags­ins, holl­vina sjóðsins auk Ása og Ásynja sem þeir nefn­ast sem áður hafa hlotið viður­kenn­ingu sjóðsins. 

Guðrún hefur verð jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun HÍ frá stofnun 2004 en áður við Jarðfræðastofu Háskólans og var hún lærisveinn Sigurðar Þórarinssonar í gjóskulagafræðum og vann með Sigurði Steinþórssyni að því að meta kornagerð í öskulagi frá Heklu.

Hún hefur ritað yfir 118 ritrýndar greinar og bókarkafla, yfir 30 rannsóknarskýrslur og unnið að 9 jarðfræðikortum. Meðhöfundar hennar eru fjölmargir jafnt Íslenskir sem erlendir vísindamenn og stofnanir sem unnið er í samvinnu við eru margvíslegar.

Nýlega var Guðrún einn af ritstjórum opinnar vefsíðu yfir allar Íslenskar eldstöðvar sem finna má á vef Veðurstofu Íslands undir heitinu FutureVolc og inniheldur 32 kafla um einstök eldstöðvakerfi og er auk þess er hún höfundur eða meðhöfundur 10 kaflanna. Þar fjallar hún um Bárðarbungu, Eldey, Grímsnes, Grímsvötn, Heklu, Kötlu, Oddnýjarhnjúk-Langjökull, Torfajökul og Þórðarhyrnu.

Stofnandi sjóðsins var frú Ása Guðmundsdóttir Wright. 48 ár eru liðin frá því að hún gaf Vísindafélagi Íslendinga peningagjöf á hálfrar aldar afmæli félagsins hinn 1. desember 1968. Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright er skipaður þremur stjórnarmönnum. Eru nú í stjórn sjóðsins þeir; Prófessor Sveinbjörn Björnsson fyrrverandi rektor HÍ; Prófessor Þráinn Eggertsson og Sigrún Ása Sturludóttir, M.Sc. sem er stjórnarformaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert