Miklu meiri umferð á jólunum en áður

Umferðaraukninguna má að mestu rekja til fjölgunar ferðamanna hér á …
Umferðaraukninguna má að mestu rekja til fjölgunar ferðamanna hér á landi. mbl.is/Styrmir Kári

Umferð á aðfangadag og jóladag hefur tvö- til þrefaldast frá árinu 2014 við Gullfoss, um Lyngdalsheiði og Reynisfjall.

Þetta kemur fram í tölum Vegagerðarinnar en umferðaraukninguna má að mestu rekja til fjölgunar ferðamanna hér á landi.

Samkvæmt gögnum frá Vegagerðinni voru rúmlega 1.500 bílar á ferðinni við Gullfoss á jóladag en fjöldi bíla við Gullfoss daginn áður, á aðfangadag voru tæplega 1.200 talsins. Rúmlega 1.000 bílar fóru um Lyngdalsheiði á jóladag. Fleiri fóru um Reynisfjall á aðfangadag en jóladag en á jóladag fóru tæplega 1.000 bílar þar um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert