Bjarni er mættur á Bessastaði

Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Benediktsson á Bessastöðum.
Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Benediktsson á Bessastöðum. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti á Bessastaði núna klukkan 16:30 þar sem hann á nú fund með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.

Bjarni sagði við komuna á Bessastaði, að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað undanfarið við Viðreisn og Bjarta framtíð. „Eitthvað hefur orðið ágengt í þessu samtölum þá er spurning um að færa það á formlegri stað,“ sagði Bjarni við blaðamenn áður en hann hitti forsetann. 

Lík­legt verður að telj­ast að Guðni veiti Bjarna umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert