Tilvist jólasveinanna sönnuð

Íslensku jólasveinarnir eru þekktir fyrir stríðni og pretti. Fyrir jólin …
Íslensku jólasveinarnir eru þekktir fyrir stríðni og pretti. Fyrir jólin í fyrra ákváðu þeir hins vegar að snúa blaðinu við og hjálpa UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, að koma hinum ýmsu hjálpargögnum til barna í neyð – svokölluðum sönnum gjöfum. Teikning/Brian Pilkington

Íslend­ing­ar fóru mik­inn í versl­un fyr­ir jól­in líkt og fyrri ár. Mörg­um þótti ánægju­leg viðbót við jóla­versl­un­ina vera vef­versl­un­in sann­ar­gjaf­ir.is sem UNICEF á Íslandi held­ur úti. Þar get­ur al­menn­ing­ur keypt hjálp­ar­gögn fyr­ir bág­stödd börn víða um heim. Eins og fram hef­ur komið í frétt­um síðustu daga var slegið met fyr­ir jól­in en sann­ar gjaf­ir seld­ust fyr­ir nærri 28 millj­ón­ir á ár­inu. Það er tvö­föld­un frá ár­inu 2015, sem þó var metár.

„Hafi ein­hver ef­ast um til­vist jóla­svein­anna, þá eru sann­ar gjaf­ir óræk sönn­un á hinu gagn­stæða,“ seg­ir Grýla, móðir jóla­svein­anna og talsmaður. „Við vís­um öll­um efa­semdarödd­um aft­ur til föður­hús­anna.“

​Íslensku jóla­svein­arn­ir eru þekkt­ir fyr­ir stríðni og pretti. Fyr­ir jól­in í fyrra snéru þeir hins veg­ar við blaðinu og ákváðu að hjálpa UNICEF að koma hinum ýmsu hjálp­ar­gögn­um til barna í neyð. Svein­arn­ir voru því al­deil­is á far­alds­fæti á ár­inu. Til að leggja lóð sitt á vog­ar­skál­arn­ir fylgd­ist mbl.is með ferðum þeirra og birti ferðasög­ur þeirra á aðvent­unni.

Sannar gjafir seldust fyrir nærri 28 milljónir á árinu.
Sann­ar gjaf­ir seld­ust fyr­ir nærri 28 millj­ón­ir á ár­inu. Ljós­mynd/​UNICEF

Fjöl­skylda keypti vatns­dælu

Fyr­ir jól­in veltu marg­ir fyr­ir sér hvort jóla­svein­arn­ir væru hætt­ir að gefa í skó­inn á Íslandi, enda er það mikið og krefj­andi verk að koma sönn­um gjöf­um til barna um all­an heim. Mál manna eft­ir jóla­vertíðina er að svein­arn­ir hafi leyst bæði verk­efn­in af­bragðsvel þrátt fyr­ir að hafa verið á ferð og flugi allt árið á veg­um UNICEF.

Að sögn Grýlu dreifðist sal­an á sönn­um gjöf­um nokkuð vel fyr­ir þessi jól­in, en hlý teppi og jarðhnetumauk nutu þó mestra vin­sælda. „Svo má hrósa sér­stak­lega al­veg ynd­is­legri fjöl­skyldu sem festi kaup vatns­dælu,“ seg­ir hún.

„Það er veru­lega veg­leg gjöf sem á eft­ir að koma að virki­lega góðum not­um. Það fékk sko eng­inn úr þess­ari fjöl­skyldu kart­öflu í skó­inn fyr­ir jól­in!“

Hér má sjá starfsmann UNICEF mæla handlegg vannærðrar stúlku í …
Hér má sjá starfs­mann UNICEF mæla hand­legg vannærðrar stúlku í Madaya. AFP

Enn þörf fyr­ir Sann­ar gjaf­ir

Grýla minn­ir á að enn er hægt að kaupa sann­ar gjaf­ir á www.sann­ar­gjaf­ir.is. 

„Þörf­in er mik­il víða um heim,“ seg­ir hún. „Það vant­ar hlý teppi, nær­ing­ar­mjólk og nær­ing­ar­ríkt jarðhnetumauk sem er frá­bært vopn gegn vannær­ingu. Strák­arn­ir mín­ir sjá um að koma þeim til skila. Þess­ar gjaf­ir kosta ekki mikið en geta skipt sköp­um fyr­ir krakka sem búa við stríðsátök og ör­birgð.“

Starfsmaður UNICEF í Sýrlandi skoðar vannært barn.
Starfsmaður UNICEF í Sýr­landi skoðar vannært barn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert