Framsókn og VG vilja viðræður við Sjálfstæðisflokk

Allir vilja nú ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar.
Allir vilja nú ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar. mbl.is/Árni Sæberg

Forystumenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa síðustu daga átt samtöl um hvort flokkar þeirra geti saman verið valkostur í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, farið yfir mál og sett punkta á blað, sem væru grundvöllur viðræðna. Samhljómur þykir vera í það mörgu að hægt sé að stíga frekari skref. Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, mun kunnugt um þessar hugmyndir.

Sem kunnugt er hafa forystumenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar að undanförnu rætt um ríkisstjórnarsamstarf. Vegna þess áttu þeir fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, fyrir áramót. Þar var Bjarna Benediktssyni falið umboð til stjórnarmyndunar. Ráðgert hefur verið að formlegar viðræður fulltrúa þessara flokka hefjist í dag, 2. janúar, og fram kom hjá Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að ný ríkisstjórn flokkanna yrði hugsanlega kynnt í lok vikunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert