Stöðvaði starfsemi Hringrásar

Hringrás endurvinnur m.a. brotajárn og tekur á móti spilliefnum. Mynd …
Hringrás endurvinnur m.a. brotajárn og tekur á móti spilliefnum. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemi Hringrásar á Reyðarfirði tímabundið 21. desember þar sem enginn starfsmaður sinnti móttöku spilliefna í starfsstöðinni.

Fram kemur á vef UST, að þetta sé gert í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs.

„Umhverfisstofnun mat það svo að alvarleg hætta gæti skapast vegna þessa. Rekstraraðili vinnur nú að úrbótum og verður stöðin opnuð aftur þegar Umhverfisstofnun telur að bætt hafi verið úr,“ segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert