Suðurlandsvegur lokaður að hluta vegna bílveltu

Hér má sjá hvar vegurinn er lokaður. Hægt er að …
Hér má sjá hvar vegurinn er lokaður. Hægt er að smella á kortið til að stækka það, og það verður jafnframt gagnvirkt. Kort/map.is

Suðurlandsvegur í Flóa, austan við Selfoss, á milli Kjartansstaða og Bitru, er lokaður fyrir allri umferð um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps þar sem mjólkurbifreið valt á veginum. 

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 

Vegagerðin vill þó vekja athygli ökumanna á því að vegna lokunarinnar sé hægt að fara hjáleiðir um vegi nr. 305 og 302.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert