Tankurinn þverar báðar akreinar

Bílveltan varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Selfoss.
Bílveltan varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Selfoss. Kort/map.is

Töluvert er í að hægt verði að opna fyrir umferð um Suðurlandsveg, austan Selfoss, en mjólkurbíll valt á veginum á ellefta tímanum í morgun með þeim afleiðingum að tankur hans losnaði af og þverar báðar akreinar.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að ekki sé hægt að fjarlægja mjólkurbílinn nema með stórvirkum tækjum og ljóst að það verður ekki hægt að ljúka því verki fyrr en eftir hádegið. Mjólkurbílsstjórinn meiddist lítillega við veltuna en talsverð hálka er á Suðurlandi.

Mjólkurbíllinn valt nálægt Skeiða afleggjaranum, milli Kjartansstaða og Bitru, en hægt er að aka hjáleið um veg númer 305 og 302.

Frétt mbl.is: Suðurlandsvegur lokaður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert