Máli Geirmundar áfrýjað til Hæstaréttar

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Þórður

Máli Geir­mund­ar Krist­ins­son­ar, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóra Spari­sjóðsins í Kefla­vík, hef­ur verið áfrýjað af rík­is­sak­sókn­ara. Geir­mund­ur var sýknaður 4. nóv­em­ber af ákæru um umboðssvik, en ákæru­valdið hafði farið fram á fjög­urra ára fang­els­is­refs­ingu yfir Geir­mundi.

Geir­mund­ur var ákærður fyr­ir umboðssvik með því að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum með lán­veit­ing­um til einka­hluta­fé­laga. Fjár­hæðirn­ar í ákær­unni nema tæp­um átta hundruð millj­ón­um króna. 

Í ákæru sagði að Geir­mund­ur hefði stefnt fé spari­sjóðsins í veru­lega hættu þegar hann fór út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga með því að veita einka­hluta­fé­lag­inu Duggi 100 millj­óna króna yf­ir­drátt­ar­lán 16. júní 2008. Afstaða lána­nefnd­ar lá ekki fyr­ir og áhættu- og greiðslu­mat fór ekki fram. Þá var end­ur­greiðslan ekki tryggð með nokkr­um hætti.

Sem fyrr seg­ir var Geir­mund­ur sýknaður í héraðsdómi.

Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri SpKef.
Geir­mund­ur Krist­ins­son, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri SpKef. mbl.is/​Sverr­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert