Boðinn sími fyrir að hitta ekki úr víti

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ fyrir miðju.
Hannes S. Jónsson formaður KKÍ fyrir miðju. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Unglingalandsliðsmanni í körfuknattleik var boðin nýjasta tegund af snjallsíma fyrir að hitta ekki úr fyrsta vítaskoti sínu í leik með landsliðinu fyrir nokkrum árum. Tilboðið kom frá manni sem setti sig í samband við leikmanninn skömmu áður en hann tók þátt í landsliðsverkefni fyrir hönd Íslands. Leikmaðurinn var 16 ára þegar umrætt atvik kom upp, fyrir 2-3 árum, að sögn Hannesar S. Jónssonar, formanns Körfuknattleikssambands Íslands.

Þetta kom fram á fundi KKÍ með foreldrum leikmanna í úrtakshópi fyrir unglingalandslið í körfuknattleik.

„Þessi hluti kynningarinnar var til þess gerður að foreldrar átti sig á þeirri vá sem fylgir veðmálum og hagræðingu úrslita sem er því miður orðin fylgifiskur fótbolta, körfubolta og fleiri íþróttagreina,“ segir Hannes í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert