Tæplega fjórar milljónir safnast

Gísli Gíslason, Addy Steinars, Rakel Sigurgeirsdóttir og Orri Vigfússon.
Gísli Gíslason, Addy Steinars, Rakel Sigurgeirsdóttir og Orri Vigfússon.

Tæplega fjórar milljónir króna hafa safnast fyrir Færeyinga eftir að óveður gekk yfir eyjarnar um jólin. Tekið verður á móti framlögum fram undir lok janúar. Í lok vikunnar verður tekin ákvörðun um hvernig fjármununum verður varið. Að öllum líkindum renna þeir til færeyskra björgunarsveita. Söfnunin fer fram á Facebook-síðunni Færeyingar og Íslendingar eru frændur. 

„Við erum að kanna hvað björgunarsveitirnar vantar en þær þurftu að leggja mikið á sig,“ segir Addý Steinars, ein af fjórmenningunum sem standa að söfnuninni. Auk hennar eru það Gísli Gíslason, Orri Vigfússon og Rakel Sigurgeirsdóttir. 

„Þetta á eftir að koma sér vel fyrir Færeyinga. Þetta er eflaust þetta ekki í síðasta skipti sem þeir verða fyrir tjóni vegna veðurs,“ segir Addý. Hún segir Færeyinga muni taka við söfnunarfé frá íslenskum almenningi en í frétt þar sem utanríkisráðherra Færeyja, Poul Michelsen, gaf það út að Færeyingar myndu afþakka aðstoðina er einungis átt við fjárhagslega aðstoð frá stjórnvöldum. Það eigi ekki við um þetta söfnunarfé sem er komið frá almenningi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert