Aðalmeðferð í máli bræðranna tveggja, sem ákærðir eru fyrir að hafa skotið úr haglabyssu í Fellahverfi í Reykjavík í byrjun ágúst, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Báðir bræðranna voru mættir í dómstól og hófst meðferðin með skýrslutöku.
Annar mannanna er ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og vopnalagabrot fyrir að hafa skotið úr byssunni á bifreið sem kona og karlmaður voru í. Hinn er ákærður fyrir hættubrot og vopnalagabrot fyrir að hafa stofnað lífi nærstaddra í hættu með því að hafa hleypt af skoti úr sömu byssu.