Átta þúsund undirskriftir Íslendinga

Edward Snowden.
Edward Snowden. AFP

 Íslandsdeild Amnesty International mun á mánudag afhenda fulltrúum bandaríska sendiráðsins undirskriftir tæplega 8000 Íslendingum að Edward Snowden verði veitt sakaruppgjöf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Amnesty International.

Amnesty International hefur lengi kallað eftir stuðningi frá almenningi um heim allan til að þrýsta á Obama að taka á þessu vítaverða óréttlæti og senda út þau skilaboð að uppljóstrarar og aðrir sem breyta í þágu mannréttinda hljóti vernd.

„Ljóst er að aðgerðir Edwards Snowdens voru í þágu almannaheilla. Hann kom til leiðar einni mikilvægustu umræðu sem um getur í áratugi um geðþóttaeftirlit stjórnvalda og var kveikjan að alþjóðlegri hreyfingu til varnar persónuvernd á tímum rafrænna samskipta. Að refsa Snowden fyrir gjörðir sínar sendir þau hættulegu skilaboð að þeir sem verða vitni að mannréttindabrotum á bak við luktar dyr ættu ekki að segja frá,” segir Salil Shetty, framkvæmdastjóri Amnesty International, í fréttatilkynningu.

Í júní 2013 afhjúpaði uppljóstrarinn Edward Snowden að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, fylgdist með síma- og netnotkun í 193 löndum um heim allan.

Sjá nánar á vef Amnesty International

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert