Tveir slökkvibílar og tveir sjúkrabílar voru kallaðir út í verslun Elko í Lindum á þriðja tímanum í dag, eftir að tilkynning barst um eld í húsnæðinu.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að reykur, sem var töluverður á staðnum, kom frá innstungu sem brunnið hafði yfir og tilvikið því ekki eins alvarlegt og talið var í fyrstu.
Var þá afráðið að reykræsta húsnæðið, en ekki er talin þörf á frekari aðgerðum.