Ótal tækifæri á Felli

Jörðin Fell liggur að Jökulsárlóni.
Jörðin Fell liggur að Jökulsárlóni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölbreytt tækifæri felast í kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra. Rík­is­sjóður ákvað að nýta for­kaups­rétt vegna jarðar­inn­ar Fells í Suður­sveit á grund­velli laga um nátt­úru­vernd, en jörðin er á nátt­úru­m­inja­skrá. Jörðin Fell á land að aust­ur­strönd Jök­uls­ár­lóns á Breiðamerk­urs­andi en lónið er einn vin­sæl­asti ferðamannastaður lands­ins.

Sölu­verðið var 1.520 millj­ón­ir króna og geng­ur rík­is­sjóður inn í kaup­in á því verði, en gert var ráð fyr­ir kaup­un­um í fjár­auka­lög­um árs­ins 2016.

Frétt mbl.is: Ríkið kaup­ir jörðina Fell

„Þetta er ein af þeim náttúruperlum sem við nýtum í ferðaþjónustunni og tengist Vatnajökulsþjóðgarði. Það eru rök fyrir því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð suður til sjávar og það styrkir umsókn okkar fyrir svæðið inn á heimsminjaskrá UNESCO,“ segir Sigurður Ingi.

Í október á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin að hefja vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs og nokkurra aðliggjandi svæða á heimsminjaskrá UNESCO.

Með kaupunum felast ótal tækifæri eins og að bjóða út reksturinn á svæðinu sem er meðal annars veitingasala, sigling á lóninu og ýmis þjónusta. „Þetta eru verulegar fjárhæðir sem ríkið leggur út en tekjumöguleikarnir eru líka miklir,” segir Sigurður Ingi. Hann bendir á að sveitarfélagið hafi lagt ríka áherslu á að ríkið kæmi að kaupum á jörðinni til að tryggja að þarna væri öflug ferðaþjónusta til framtíðar samhliða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar.    

Hann segir næstu skref í uppbyggingu á svæðinu vera í höndum núverandi ríkisstjórnar sem tekur til starfa síðar í þessum mánuði. Hann býst við að það byggi á samstarfi sveitarfélagsins á svæðinu við umhverfis- og fjármálaráðuneyti auk ferðamála.

„Þetta er mjög gott skref,“ segir Sigurður Ingi. Kaup ríkissjóðs á jörðinni Felli er eitt af síðustu verkum hans í embætti forsætisráðherra.

Landvernd fagnar því að ríkið hafi keypt jörðina Fell við Jök­uls­ár­lón. Í tilkynningu frá samtökunum er rík­is­stjórn­in sögð hafa stigið mik­il­vægt skref í nátt­úru­vernd og gefið þjóðinni mjög viðeig­andi gjöf á síðasta starfs­degi sín­um. 

Frétt mbl.is: Fagn­ar kaup­um rík­is­ins á Felli

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert