Óttarr og Björt verða ráðherrar

Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé að loknum fundinum í kvöld.
Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé að loknum fundinum í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Þingflokkur Bjartrar framtíðar samþykkti í kvöld tillögu Óttars Proppé, formanns flokksins, um ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar.

Óttarr Proppé verður heilbrigðisráðherra og Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri framtíð. 

mbl.is/Styrmir Kári
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert