Óskaði Þorsteini velfarnaðar í starfi

Þorsteinn Víglundsson og Eygló Harðardóttir.
Þorsteinn Víglundsson og Eygló Harðardóttir. mbl.is/Eggert

„Það er einkar ánægjulegt að fá að afhenda þér lykilinn,“ sagði Eygló Harðardóttir þegar hún afhenti Þorsteini Víglundssyni lykilinn að félagsmálaráðuneytinu. „Við höfum hist oft hér á fundum og ég veit að þú þekkir vel til þessa málaflokks og ég óska þér velfarnaðar í starfi.“

Þorsteinn þakkaði fyrir sig og sagði spennandi að taka við málaflokknum. Hann bætti við að hann muni leggja mikla áherslu á jafnlaunavottun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka