Telur í og fer svo af stað

Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé í velferðarráðuneytinu í dag.
Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé í velferðarráðuneytinu í dag. mbl.is/Eggert

„Þetta er mikil ábyrgð en til þess er maður í pólitík að reyna að koma að gagni. Fyrir mér er talið í eins og í mínu gamla starfi í músíkinni, einn, tveir, þrír, fjórir og þá fer maður af stað. Ég treysti því að það sé mikið af góðu fólki hérna og ég hlakka til," sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, eftir að hann hafði tekið við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu af Kristján Þór Júlíussyni.

Óttarr þakkaði fyrir sig og kvaðst hlakka til að takast á við komandi verkefni. Hann notaði tækifærið og færði Kristjáni Þór bókina Langbylgja  –  smáprósar eftir Gyrði Elíassyni að gjöf en Kristján Þór tekur við mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

„Þú ert hér að taka við vandasömu verki sem eru stjórn á heilbrigðismálum þjóðarinnar. Þetta er flókið og viðkvæmt mál, gríðarlega mikilvægt og ég veit að sá málaflokkur verður í mjög góðum höndum hjá þér," sagði Kristján Þór þegar hann afhenti Óttari lyklana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert