Fresturinn var liðinn

Jökulsárlón er með þekktari náttúruperlum landsins.
Jökulsárlón er með þekktari náttúruperlum landsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sextíu daga frestur ríkisins til nýta sér forkaupsrétt á jörðinni Felli í Suðursveit var runninn út þegar fjármálaráðuneytið ákvað að nýta réttinn. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Þar kemur fram að sýslumaðurinn á Suðurlandi virðist hafa gefið ráðuneytinu rangar upplýsingar um frestinn. Fell var keypt af Fögrusölum ehf. á nauðungarsölu 4. nóvember 2016. Þann 3. janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og þá var fresturinn liðinn. Ríkið ákvað hinsvegar 9. janúar að nýta sér forkaupsréttinn og segir sýslumaðurinn á Suðurlandi starfsmenn klóra sér í kollinum yfir því. Lögfræðingur Fögursala segir alveg ljóst að fresturinn var runninn út.

Sjá nánar í Fréttablaðinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert