Samband íslenskra sveitarfélaga lagði fram nýjan samning í kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum á fundi Ríkissáttasemjara í dag. Næsti fundur í deilunni verður þriðjudaginn 17. janúar.
„Við erum að skoða samninginn. Á næstu dögum munum við bera hann undir alla stjórn samninganefndar,“ segir Dagrún Hjartardóttir, starfandi formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Kjarasamningar við félagið hafa verið lausir frá 1. nóvember 2015. Síðasti fundur í kjaradeilunni var rétt fyrir jól.