Lögðu fram nýjan samning

Tónlistarkennarar hafa verið samningslausir í rúmt ár.
Tónlistarkennarar hafa verið samningslausir í rúmt ár. mbl.is/Eggert

Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lagði fram nýjan samning í kjaradeilu Fé­lags kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um á fundi Rík­is­sátta­semj­ara í dag. Næsti fundur í deilunni verður þriðjudaginn 17. janúar. 

„Við erum að skoða samninginn. Á næstu dögum munum við bera hann undir alla stjórn samninganefndar,“ segir Dagrún Hjartardóttir, starfandi formaður Fé­lags kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um. 

Kjarasamn­ing­ar við fé­lagið hafa verið laus­ir frá 1. nóv­em­ber 2015. Síðasti fund­ur í kjara­deil­unni var rétt fyr­ir jól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert