Magnið aldrei verið meira

Fötin koma í pokum úr Sorpugámum og eru flokkuð á …
Fötin koma í pokum úr Sorpugámum og eru flokkuð á færibandi. Það sem nýtist í starf Rauða krossins hér á landi er tekið til hliðar en afgangurinn er fluttur út. Sjálfboðaliðar unnu 5.071 stund í fataflokkunarmiðstöðinni í fyrra en til viðbótar starfa sjö manns hjá Fatasöfnun Rauða krossins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fatasöfnun Rauða krossins flutti út 2.720 tonn af notuðum fatnaði, textíl og fylgihlutum á síðasta ári og hefur magnið aldrei verið meira.

Aukningin er 500 tonn frá 2015 og þar á undan var 300 tonna aukning á milli ára.

Rauði krossinn selur fötin á kílóverði að mestu í Þýskalandi en hluti fer til Hollands. Hagnaðurinn af fataverkefninu var 85 milljónir árið 2015 en mestur hefur árshagnaðurinn orðið 115 milljónir. Hagnaðurinn rennur til hjálparstarfs, að mestu leyti innanlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert