Fatasöfnun Rauða krossins flutti út 2.720 tonn af notuðum fatnaði, textíl og fylgihlutum á síðasta ári og hefur magnið aldrei verið meira.
Aukningin er 500 tonn frá 2015 og þar á undan var 300 tonna aukning á milli ára.
Rauði krossinn selur fötin á kílóverði að mestu í Þýskalandi en hluti fer til Hollands. Hagnaðurinn af fataverkefninu var 85 milljónir árið 2015 en mestur hefur árshagnaðurinn orðið 115 milljónir. Hagnaðurinn rennur til hjálparstarfs, að mestu leyti innanlands.