Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú birt myndband sem unnið er upp úr öryggismyndavélum sem sýna ferðir Birnu Brjánsdóttur, sem týnd hefur verið frá því aðfaranótt laugardags.
Búið er að fjarlægja fólk sem ekki tengist málinu af myndskeiðinu.
Leitað hefur verið að Birnu í dag, en hún er fædd árið 1996, er 170 cm há, um það bil 70 kg og með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin-skó.
Þeir sem hafa upplýsingar um málið eruð beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000, netfangið abending@lrh.is eða einkaskilaboð á fésbókarsíðu LRH.